föstudagur, febrúar 13, 2009
Ávallt viðbúin
Internetið er tengt við litlu fallegu íbúðina í Logafoldinni.
Ég er hamingjusöm á ný.
Núna er ég samt í íslensku tíma 403.
Er að að hlusta á fólk flytja munnleg verkefni um Jón Hreggviðsson.
Með öðru eyranu samt.
Ég er komin með ógeð af Jóni Hreggviðssyni.
Eftir íslenskutímann góða ætla ég að undirbúa innflutningsteiti aldarinnar.
Blása upp blöðrur og fara yfir skemmtiatriðin með töframanninum.
Setja upp borða og kaupa veitngar.
Láta plötsnúðinn fá uppdrátt af lagalista.
Setja upp froðuvélina.
Setja upp barinn og skera sítrónur.
Og ekki má gleyma dansörunum.
Lífið er bara skítsæmilegt.
tisa at 11:57
0 comments